Fékk varahlut í stað töskunnar frá WOW

Það tók WOW air meira en 90 daga að greiða …
Það tók WOW air meira en 90 daga að greiða manninum bætur.

Flugfélagið WOW air er til umfjöllunar hjá bandarískum fjölmiðli í dag eftir að félagið týndi tösku farþega og sendi honum í staðinn varahlut frá Toyota. Bandaríkjamaðurinn Michael Petriano var á leið heim til San Fransisco þar sem býr frá Evrópu með stoppi á Íslandi. Frá Íslandi flaug hann til Newark flugvallar í New York með WOW air og þegar hann kom þangað virtist sem taskan hans hafi orðið eftir.

Petriano fyllti strax út skýrslu hjá WOW air og fimm dögum seinna var haft samband við hann og sagt að taskan hefði fundist og yrði send til hans með  FedEx sendingu.

„Ég var í sjöunda himni,“ sagði Petriano. „Þetta er fullkomið. Þetta er það sem ég vildi.“

En honum leist nú ekki á blikuna þegar að risastór kassi kom heim til hans frá Newark flugvelli. „Þetta var meira en tveggja metri langur kassi. Hann var stærri en ég,“ útskýrði Petriano. „Það er engin leið að þetta sé taskan mín.“

Á kassanum mátti sjá að pakkinn kom frá WOW air á Newark flugvelli en þó var engin taska, heldur risastór varahlutur frá Toyota.

Petriano hafði samband við WOW air og  komst að því að flugfélagið hefði týnt töskunni hans aftur. Hann skilaði risavaxna kassanum og beið svara frá WOW air. Hann sagðist hafa sent tölvupósta á 2-3 daga fresti en fékk engin svör. Það var ekki fyrr en hann hafði samband við NBC sem að eitthvað byrjaði að gerast og fréttastofan fékk svar frá WOW air. Þar kom fram að einhverskonar mistök hefðu orðið sér stað og að kassinn frá Toyota hefði verið með sama sendinganúmer og taskan.

Taska Petriano er enn ófundinn en hann fær 1531 Bandaríkjadal í skaðabætur eða því sem nemur rúmum 150 þúsund krónum í skaðabætur frá WOW air samkvæmt alþjóðasamningum.

Alls tók það WOW air meira en 90 daga að greiða farþeganum skaðabætur og að sögn talsmanns var það m.a. vegna þess að reynt var að fá svör frá FedEx um hvernig varahluturinn endaði á heimili Petriano í stað töskunnar en án árangurs.

Í samtali við NBC vildi Petriano koma því á framfæri að farþegar í hans sporum þyrftu að sýna seiglu. „Verið vægðarlaus og ekki hætta að berjast fyrir því sem þið eigið skilið,“ sagði hann. „Ég trúi því að þau bara voni að maður gefist upp og hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK