Aðgengi að húsnæði lélegt á Íslandi

Ísland er töluvert neðar en samaburðarþjóðirnar á listanum þegar kemur …
Ísland er töluvert neðar en samaburðarþjóðirnar á listanum þegar kemur að aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Sigurður Bogi Sævarsson

Ísland er í 83. sæti af 128 löndum þegar kemur að aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði, samkvæmt nýútkominni skýrslu sem gerir grein fyrir vísitölu félagslegra framfara og tekin var saman af stofnuninni Social Progress Imperative (SPI).

„Þetta er auðvitað mjög lélegt miðað við hvað við erum með rosalega gott samfélag. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur til að bæta þetta og einbeita okkur að lausnum í þá veru. Það eru engu að síður margar hliðar á þessu máli og margir sem eru að reyna að finna einhverjar lausnir,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, einn fulltrúa Íslands í SPI-teyminu. Hún segir þessar niðurstöður þó alls ekki hafa komið sér á óvart, miðað við ástandið á húsnæðis- og leigumarkaði hér á landi.

SPI er sjálf­stæð stofn­un, starf­andi í Washingt­on, en er að ræða sam­starfs­verk­efni ólíkra aðila sem þróað hafa áður­nefnd­an mæli­kv­arða. For­sæt­is­ráðuneytið, Ari­on banki og Deloitte hafa stutt við verk­efni í tengsl­um við mæli­kv­arðann hér á landi.

Vísitalan mælir uppbyggingu samfélagsins, hvernig fólkinu í landinu líður og hvaða innviðir eru eru staðar, byggða á þrem­ur stoðum; grunnþörf­um ein­stak­lings­ins, und­ir­stöðum lífs­gæða og tæki­fær­um fólks. Ísland er borið saman við 15 þjóðir sem hafa sambærilega verga landsframleiðslu á hvern íbúa hvers lands. 83. sæti setur okkur því töluvert neðar en samanburðarþjóðirnar í þessum efnum.

Hér má sjá hvernig Ísland skorar á kvarðanum í samanburði …
Hér má sjá hvernig Ísland skorar á kvarðanum í samanburði við önnur lönd. Mynd/SPI
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK