Selur tequila-fyrirtækið á rúman milljarð

George Clooney ásamt eiginkonu sinni Amal.
George Clooney ásamt eiginkonu sinni Amal. AFP

Hafið er söluferli á tequilafyrirtæki stórleikarans George Clooney, Casamigos. Áfengisfyrirtækið Diageo er að kaupa fyrirtækið og mun greiða fyrir það allt að milljarð Bandaríkjadala eða því sem nemur 105 milljörðum íslenskra króna.

Clooney á fyrirtækið með þeim Rande Gerber og Michael Meldman.

„Ef þú hefðir spurt okkur fyrir fjórum árum hvort við myndum eiga fyrirtæki sem er metið á milljarð dala, held ég ekki að við hefðum sagt já,“ sagði Clooney í skriflegu svari til fréttastofu CNBC um söluna. „Þetta sýnir trú Diageo á fyrirtækið okkar og trú okkar á Diageo. En við erum ekki að fara neitt. Við verðum enn stór hluti af Casamigos. Byrjum með skoti í kvöld. Kannski tveimur.“

Gert er ráð fyrir því að salan fari í gegn seinni hluta ársins.

Casamigos, sem þýðir „hús vina“ byrjaði sem einkasafn félaganna á tequila sem átti aðeins að vera fyrir vini þeirra og ættingja. Árið 2013 fengu þeir hinsvegar leyfi til þess að framleiða sitt eigið tequila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK