Sektaði Landsbankann um 11,8 milljónir

Fjármálaeftirlitið hefur sektað Landsbankann um 11,8 milljónir fyrir að tilkynna ekki um breytingu á verulegum hlut á atkvæðisrétti sínum í N1 innan tímafrests. Með þessu braut bankinn gegn1. mgr. 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Landsbankinn hefur viðurkennt brot sitt og samþykkt að greiða sektina.

Sáttin var gerð 22. maí síðastliðinn en greint er frá málinu á vef Fjármálaeftirlitsins í dag.

Þar segir að Landsbankinn hafi gripið til ráðstafana til þess að stuðla að því að atvik sem þetta gerist ekki aftur. Á vef FME kemur fram að í desember 2015 var gerð breyting á útgefnu  hlutafé í N1 sem láðist að færa inn í kerfi bankans. Hann átti síðan viðskipti 11. janúar 2016  með hluti í N1 án þess að taka mið af þeim breytingum. Þegar bankanum varð ljóst að flöggunarskylda hefði stofnast með viðskiptunum sendi hann tilkynningu til FME og regluvarðar N1 þar sem bankinn fór yfir 5% eignarhlut í N1.

Bankinn óskaði eftir að ljúka málinu með sátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK