Auglýsa 69 lóðir í Hafnarfjarðarbæ

Skarðshlíð í Hafnarfirði.
Skarðshlíð í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Hafnarfjarðarbær hefur auglýst 69 lóðir í íbúðarhverfinu í Skarðshlíð sem liggur sunnan og vestan Ásfjalls. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði tilbúnar til afhendingar og framkvæmda síðla hausts.

Um er að ræða 13 einbýlishúslóðir og 18 parhúsalóðir sem einungis einstaklingar geta sótt um og jafnframt er óskað eftir tilboðum lögaðila í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir.

Svæðið er í heildina um 10,4 hektarar að stærð. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að ákveðnar lóðir hafi þegar verið teknar frá fyrir nýtt íbúarekið leigufélag í Hafnarfirði sem hafi það að markmiði að lækka leiguverð, draga úr yfirbyggingu og auka aðkomu og þátttöku íbúa sjálfra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK