Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram …
Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum Orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. mbl.is/Ragnar Axelsson

Afhending orku frá dreifikerfi mun aukast um 10% fram til 2020 en alls mun hún aukast um 91% fram að árinu 2050 að dreifitöpum meðtöldum. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem fram til ársins 2050. Árleg aukning notkunar verður að meðaltali 1,9% næstu 34 árin.

Spáin er meðal annars byggð á forsendum um mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðslu og framleiðslu einstakra atvinnugreina. Notkuninni er skipt niður í sex meginnotkunarflokka auk dreifi- og flutningstapa. Þá er hún flokkuð eftir því frá hvaða kerfishluta orkan er afhent og tegund afhendingar. Þetta kemur fram í frétt Orkustofnunar.  

Raforkuvinnsla minni í fyrra en spáð var

Raforkuvinnsla á landinu árið 2016 minnkaði um 921 GWh frá spá ársins 2015 og var alls 18.549 GWh. Heildarálag á kerfið var einnig 92 MW minna en áætlað var. Safar það af minni notkun frá flutningskerfinu (stórnotendur) og dreifikerfinu (almenn notkun) auk þess sem flutningstöp eru hlutfallslega minni en spáð var. 

Mesta aflþörf raforkukerfisins á síðasta ári var 29. nóvember milli klukkan 10 og 11 en þá var meðalálag á orkuver kerfisins 2.379 MW. Hafði það lækkað um 5 MW frá árinu áður. 

Notkun heimila og iðnaðar mun lækka 

Notkun heimila, veitna og fiskveiða hefur aukist lítilsháttar frá árinu 2015 en notkun í iðnaði, þjónustu og landbúnaði hefur lækkað. Raforkunotkun heimila lækkar miðað við minni fólksfjölda í lok spátímabilsins. Þá veldur aukin raforkunotkun vegna samgangna hækkun um 49 GWh.

Breyting er mest í iðnaði en vegna breyttra forsendna um jafnstöðuafla í loðnu dregur úr orkunotkun. Á móti kemur að hlutfall kolmunna og makrílafla sem fer til bræðslu hækkar og sýna niðurstöður að notkun dregst saman um 71 GWh við lok tímabilsins.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK