Gefur 496 milljarða til góðgerðarmála

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Bill Gates, forstjóri Microsoft og einn ríkasti maður heims, hefur gefið 64 milljónir hluta í Microsoft, til góðgerðamála. Er þetta stærsta framlag Gates til góðgerðarmála frá árinu 2000.

Hlutirnir í Microsoft eru metnir á 4,6 milljarð Bandaríkjadala eða því sem nemur 496 milljörðum íslenskra króna og er um 5% af öllum auðæfum forstjórans.

Ekki liggur fyrir hvert milljarðarnir fóru en í grein Business Insider kemur fram að búist sé við því að þeir hafi farið til góðgerðarsamtaka Gates og konu hans, Bill and Melinda Gates Foundation.

Gates hefur sagst vera ákveðinn í því að gefa meirihluta eigna sinna til góðgerðarmála. Gates stofnaði Microsoft árið 1975 ásamt Paul Allen. Hann er metinn á 89,9 milljarða Bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK