Framkvæmdastjóra Bláa lónsins sagt upp

Bláa lónið hefur sagt upp fjórum starfsmönnum, þeirra á meðal Dagnýju Hrönn Pétursdóttur framkvæmdastjóra. Uppsagnirnar eru hluti af skipulagsbreytingum að sögn Gríms Sæmundsen, forstjóra og eins stærsta hluthafa fyrirtækisins. 

Grímur segir í samtali við mbl.is að verið sé að endurskipuleggja liðsheild Bláa lónsins fyrir komandi verkefni og að ekki standi til að ráða í framkvæmdastjórastarfið. 

Fyrst var greint frá málinu á Vísi. Þar kemur fram að Dagný hafi starfað hjá Bláa lóninu allt frá árinu 2007 og að hún eigi óbeint rúmlega 0,8 prósents hlut í fyrirtækinu. 

Fyrr í sumar var greint frá því að ekk­ert yrði af sölu á 30 pró­senta hlut HS Orku í Bláa lón­inu en full­trú­ar ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða, sem eiga 33,4 pró­sent í HS Orku í gegn­um sam­lags­hluta­fé­lagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neit­un­ar­valdi sínu og höfnuðu rúm­lega 11 millj­arða króna til­boði í hlut­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK