Framleiðandi segir styrkingu krónunnar valda samdrætti í kvikmyndagerðinni

Frá tökum á kvikmyndinni Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki.
Frá tökum á kvikmyndinni Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki. Ljósmynd/True North/Universal

Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, segir umsvif erlendra kvikmyndaverkefna hafa dregist verulega saman í ár. Helsta ástæðan sé hátt gengi krónunnar.

Leifur líkir árunum í kvikmyndagerðinni á síðustu árum við gullöld. Fór þá saman að gengið var lágt og áhuginn á Íslandi mikill. Erlendar kvikmyndir, á borð við The Secret Life of Walter Mitty, hafi átt þátt í að vekja áhuga á Íslandsferðum.

Nú séu Íslendingar að missa stór verkefni vegna himinhás verðlags. Vegna þessa segir Leifur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að líklega þurfi að auka stuðning stjórnvalda við kvikmyndagerð á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK