Efast um að Norwegian lifi veturinn af

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair.
Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. AFP

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að norska flugfélagið Norwegian berjist í bökkum og lifi veturinn ekki af. Flugfélögin tvö eiga í viðræðum um að hefja samstarf en O'Leary segist ekki viss um að flugfélagið verði enn í rekstri þegar að því kemur. 

„Nowegian fer undir eftir fjóra eða fimm mánuði. Þeir eru að klára reiðuféð og skrimta á hverjum degi,“ segir O'Leary en greint er frá málinu á Business Insider

Hann segir að Norwegian geti ekki greitt fyrir þær 200 flugvélar sem félagið hefur pantað og að það sé illa geymt leyndarmál að Norwegian og Monarch, annað lággjaldaflugfélag, séu í vandræðum. „Hugsanlega lifa þau ekki veturinn af.“

Talsmaður norsku ríkisstjórnarinnar segir að ummæli O'Leary séu fráleit og að Norwegian hafi verið arðbært félag síðustu tíu ár. Hlutabréfamarkaðir eru hins vegar á öðru máli því hlutabréf í Norwegian féllu um 3,5% í kjölfarið. 

Norwegian hefur glímt við fjárhagserfiðleika vegna síaukinnar samkeppni og háleitra áætlana um að stækka flot og auka umsvif. Ryanair hefur átt í viðræðum við félagið um samstarf í löngum áætlunarflugum en O'Leary er óviss um framtíðina. „Við erum enn í viðræðum en ég er ekki viss um að þeir verði í rekstri eftir tólf mánuði,“ segir O'Leary. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK