Framúrkeyrsla á við nýjan Landspítala

Opinberar framkvæmdir hafa oftar en ekki farið fram úr kostnaðaráætlunum
Opinberar framkvæmdir hafa oftar en ekki farið fram úr kostnaðaráætlunum mbl.is/Ómar Óskarsson

Opinber innviðaverkefni hér á landi fara að meðaltali nálægt 70% fram úr áætlun og 90% af stærri verkefnum standast hvorki kostnaðar- né tímaáætlanir.

Þetta kemur fram hjá Þórði Víkingi Friðgeirssyni, forstöðumanni CORDA, rannsóknarseturs í ákvörðunar- og áhættufræðum við Háskólann í Reykjavík, í Morgunblaðinu í dag.

Um 2-300 milljarða innviðaverkefni eru nú í pípunum hér á landi að sögn Þórðar, og segir hann að þó svo að miðað væri við aðeins 20% framúrkeyrslu, gæti hún numið andvirði nýs Landspítala. „Það er óásættanlegt að vera með svona tíða framúrkeyrslu og mikla kerfisáhættu í verkefnum þar sem almenningur borgar brúsann,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK