Kaupa Klettagarða til baka á 1,7 milljarða

N1 er með fyrirtækjaverslun og vöruhúsastarfsemi í Klettagörðum.
N1 er með fyrirtækjaverslun og vöruhúsastarfsemi í Klettagörðum. Skjáskot af Google maps

Olíufélagið N1 keypti í dag fasteignina Klettagarða 13 af FAST-2. Kaupverð eignarinnar er 1.653 milljónir króna sem samsvarar um 7,3% arðsemi fjárfestingarinnar.

Í lok árs 2012 seldi N1 eignina til FAST-2 en samhliða sölunni leigði félagið hana til baka til 10 ára með kauprétti að henni eftir 5 ár og aftur í lok leigutíma á framreiknuðu söluverði.

Fasteignin er 8.926 fermetrar og er að mestu notuð undir vöruhúsastarfsemi félagsins en þar er einnig fyrirtækjaverslun.

Í tilkynningu um kaupin segir að EBITDA félagsins hækki um 90 milljónir króna og handbært fé frá rekstri hækki um 120 milljónir á ársgrundvelli, að öðru óbreyttu.

Að sölunni frágenginni mun eignin ekki lengur standa til tryggingar á útgáfu skuldabréfa FAST-1. Söluandvirði eignarinnar verður nýtt að fullu til niðurgreiðslu á skuldum félagsins að því er kemur fram í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK