Kristján lætur af störfum hjá Kynnisferðum

Kristján Daníelsson hefur leitt Kynnisferðir í sex ár.
Kristján Daníelsson hefur leitt Kynnisferðir í sex ár. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Kristján Daníelsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Kynnisferða eftir að hafa leitt félagið í sex ár. Í stað hans kemur Björn Ragnarsson, rekstrarstjóri hópbifreiða Kynnisferða, en hann sinnir starfinu tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kynnisferðum en þar segir að stjórn félagsins og Kristján hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum. 

Björn er viðskiptafræðingur að mennt og var áður fjármálastjóri Bláa lónsins, framkvæmdastjóri bílaleigunnar ALP og framkvæmdastjóri bílasviðs Bílabúðar Benna.

Björn Ragnarsson tekur tímabundið við framkvæmdastjórastarfinu hjá Kynnisferðum.
Björn Ragnarsson tekur tímabundið við framkvæmdastjórastarfinu hjá Kynnisferðum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK