Heimilið vaktað með appi

Ljósmynd/Aðsend

Ný kynslóð af öryggiskerfum fyrir heimili og sumarbústaði var sett á markað hjá Öryggismiðstöðinni í dag. Nýju öryggiskerfin sem nefnast Snjallöryggi gera notendum kleift að stjórna heimilinu í gegnum app í snjallsíma.

Við appið er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar, snjalltengi og snjallperur til þess að hægt sé að stýra ljósum, hitastigi og raftækjum svo eitthvað sé nefnt. Með snjallreglum, sem notendur geta sett upp sjálfir, er hægt að setja inn sjálfvirkni í kerfið. Þannig geta foreldrar fengið meldingu þegar börnin koma heim úr skólanum og tekið kerfið af.

Þá er hægt að fá myndsendingu í beinni útsendingu frá heimilinu til þess að sannreyna hvort innbrot eða annað eigi sér stað, að því er kemur fram í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK