Opnun hótelsins tafist um hálft ár

Bláa lónið er einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna hérlendis.
Bláa lónið er einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna hérlendis. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Opnun nýs fimm stjörnu hótels við Bláa lónið mun tefjast um hálft ár miðað við það sem upphaflega var lagt upp með. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Við gerum ráð fyrir því að taka hótelið í notkun í byrjun næsta árs. Framkvæmdin er í sjálfu sér á áætlun en vegna breyttrar þarfagreiningar, meðal annars vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna, ákváðum við að breyta verkefninu nokkuð og það kallar eðlilega á ákveðnar tafir,“ segir Grímur.

Verktakafyrirtækið Jáverk sér um byggingu hótelsins og nýs upplifunarsvæðis í hrauninu við lónið. Í viðtali sem birt var við Grím í ViðskiptaMogganum í júní í fyrra kom fram að hótelið verði ríflega 60 herbergi og meðal annars búið svítum og nokkrar þeirra verða búnar „einkalónum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK