Gæti dregið úr hagvexti

Efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki er mikið hagsmunamál.
Efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki er mikið hagsmunamál. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir óvissu í stjórnmálunum kunna að „draga tímabundið úr áhuga erlendra aðila á að fjárfesta hér“. Valdimar Ármann, forstjóri Gamma, segir aðspurður að óvissan í landsmálunum rími illa við þá ímynd af Íslandi að hér sé stöðugt stjórnarfar. Óvissa sé slæm fyrir fjárfesta.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá SA, segir stöðuna alvarlega í ljósi þess hversu stutt er síðan kosið var síðast og hve erfiðlega gekk að mynda stjórn. Langvarandi óvissa um efnahagsstefnu geti komið niður á hagvexti. Væntingar hafa verið um aukna erlenda fjárfestingu í kjölfar afnáms hafta. Vegna áðurnefndra áhrifa gæti þurft að endurmeta væntingar um áhrif erlendrar fjárfestingar, til dæmis í innviðum, á hagvöxtinn, segir í fréttaskýrintgu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK