Hlutdeild ferðaþjónustu eykst

Erlendir ferðamenn í rigningu á Þingvöllum.
Erlendir ferðamenn í rigningu á Þingvöllum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 6,7% árið 2015 en árið 2014 var hann 5,6% og 4,9% 2013. Vaxtarhraði ferðaþjónustunnar, mældur sem aukning í hlutdeild landsframleiðslu milli ára, hefur aldrei mælst meiri en árið 2015.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Hagstofunnar. Þar segir að ef horft sé aftur til ársins 2011 hafi vöxturinn verið örari með hverju árinu en bráðabirgðatölur um áætlaða hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2016 verði birtar 4. október. 

Neysla í ferðaþjónustu á Íslandi nam hátt í 400 milljörðum árið 2015 sem er 22% meiri neysla en árið áður. Aukningin var mest í neyslu erlendra ferðamanna, eða 33% milli ára. Árið 2016 var neysla erlendra ferðamanna hérlendis 360 milljarðar króna jókst um 36,7% frá fyrra ári. 

Þá er áætlað að 367.459 daggestir hafi komið með skemmtiferðaskipum árið 2016 sem er fjölgun um 23% frá árinu áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka