IKEA kynnir loðna vörulínu

Ikea hefur sett á fót sérstaka vörulínu sem er ætluð …
Ikea hefur sett á fót sérstaka vörulínu sem er ætluð gæludýrum. Ljósmynd/IKEA

„Hefur þér einhvern tímann liðið eins og kötturinn þinn eða hundurinn þinn sé ekki bara gæludýr, heldur hluti af fjölskyldunni?“ IKEA hefur nú komið til móts við þá sem svara þessari spurningu játandi með því að setja á markað sérstaka gæludýralínu.

Vörulínan hefur fengið heitið LURVIG sem þýðir einfaldlega „loðinn“ á sænsku. Línan er  unnin af hönnuðum sem eru miklir dýraunnendur og er yfirfarin af dýralæknum. Með vörunum vilja forsvarsmenn IKEA að gæludýr og eigendur þess geti notið heimilislífsins sem best saman.

Í línunni má finna allt frá hundarúmum til kattaganga, auk ýmis konar klóra, teppa og púða. Vörur úr línunni eru nú þegar farnar að streyma í verslanir IKEA í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi og Japan. Línan kemur í fleiri verslanir í mars 2018, en óvíst er hvort íslenskir gæludýraeigendur muni geta notið línunnar hér á landi.

Hér má skoða LURVIG vörulínuna í heild sinni. 

Húsgögn sem eru hönnuð til þess að klóra. Er eitthvað …
Húsgögn sem eru hönnuð til þess að klóra. Er eitthvað sem IKEA getur ekki? Ljósmynd/IKEA
Kisur að hafa það kósý í kisuhúsi frá IKEA.
Kisur að hafa það kósý í kisuhúsi frá IKEA. Ljósmynd/IKEA
Sérstakt hundateppi til að hlífa sófanum. Svo virðist það líka …
Sérstakt hundateppi til að hlífa sófanum. Svo virðist það líka vera frekar notalegt. Ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK