Drónar fljúga áfram yfir voginn í vetur

Helgi Már Þórðarsson og Maron Kristófersson, stofnendur og eigendur AHA.
Helgi Már Þórðarsson og Maron Kristófersson, stofnendur og eigendur AHA. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta hefur gengið mjög vel. Það komu upp þó nokkur vandamál sem við lærðum heilmikið af en nú er næsti fasi hafinn,“ seg­ir Mar­on Kristó­fers­son, ann­ar stofn­andi og eig­andi netverslunarinnar AHA. 

AHA varð í ágúst fyrst fyr­ir­tækja á heimsvísu til þess að nota drónatækni til að flyt­ja vör­ur með sjálf­stýrðum drón­um inn­an­bæjar. Nú hefur fyrirtækið fengið framlengt leyfi frá yfirvöldum til 1. maí á næst ári en Maron segist eiga von á tækniuppfærslum sem geri verkefnið sjálfbært fyrr en búist var við. 

„Það skiptir miklu máli upp á að fá meðvind frá yfirvöldum en markmið okkar er að komast eins nálægt íbúunum og hægt er án þess að trufla þá,“ segir Maron. „Við gerum ráð fyrir því að fljúga alltaf þegar veður leyfir fram í maí og sækja um frekara leyfi í framhaldinu.

Ein af tækniuppfærslunum er í prófunum úti að hjá framleiðendum drónanna en hún felur í sér að minnka lendingarpallinn úr 8x8 metrum niður í 3X3 eða 2X2 metra. 

„Við eigum von á að þeir komi að utan og uppfæri búnaðinn og við höldum áfram að fljúga í vetur. Það er allt öðruvísi að fljúga á veturna en sumrin.“

Maron segir miklu máli skipti að haga málum þannig að drónatæknin sé kynnt almenningi og líkir því við að venja fólk á innleiðingu keyrandi bíla á tímum hestvagnsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK