Hekla skilaði minni hagnaði

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bílaumboðið Hekla hagnaðist um 280 milljónir króna árið 2016 en árið áður var hagnaður félagsins 619 milljónir. 

Rekstrartekjur jukust töluvert, úr 13.904 milljónum í 15.977 milljónir, og nemur því aukningin tæpum 15%. Að sama skapi jukust rekstrargjöld en þau voru 13.338 milljónir árið 2015 og 15.751 milljón á síðasta ári. Nemur aukningin 18,1%. 

Eignir félagsins voru 5.036 milljónir en skuldir alls 5.036 milljónir. Hluthafar Heklu eru Riftún ehf. og Semler Group A/S með helmingshlut hvort. Riftún er í eigu Friðberts Friðbertssonar forstjóra en Semler Group er eigandi Volkswagen í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK