10 milljóna sekt á smálánafélag stendur

E-content er m.a. rekstaraðili smálánafyrirtækisins Kredia.
E-content er m.a. rekstaraðili smálánafyrirtækisins Kredia. Skjáskot

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu sem fól í sér 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E-content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálána, 1909, Múla og Hraðpeninga. 

Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi ekki talið fyrirtækið sýna fram á að farið hafi verið að ákvörðunum stofnunarinnar sem sneru að upplýsingagjöf til neytenda og þess kostnaðar sem lagður er á lán frá félaginu.

Auk stjórnvaldssektarinnar kvað ákvörðunin einnig á um það að félagið skuli greiða dagsektir verði háttseminni ekki breytt þannig að ákvörðununum sé fylgt.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK