Norwegian á hálum ís

Boeing 787 Draumfari Norwegian.
Boeing 787 Draumfari Norwegian. Ljósmynd/Norwegian

Greinendur og fjárfestar hafa töluverðar áhyggjur af stöðu flugfélagsins Norwegian og telja að ör vöxtur félagsins undanfarin ár sé ósjálfbær. Kostnaðarhækkanir og lítil framlegð gætu komið því í vandræði þegar fram sækir. 

Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um norska flugfélagið. 

„Félagið var ekki rekið með hagnaði í mjög góðu árferði. Þetta er ekki sjálfbært, eitthvað þarf að breytast,“ segir Andrew Lobbenberg, sérfræðingur í flugiðnaðinum hjá HSBC. 

Norwegian hefur hrist upp í flugmarkaðinum á síðustu árum með því að bjóða langflug á lágu verði. Í kappi við að komast í fremsta flokk á markaðinum réðst fyrirtækið í stórfelldar fjárfestingar. Árið 2012 var það tiltölulega smátt á evrópskan mælikvarða með 68 flugvélar og 330 leiðir. Þá var lögð inn pöntun fyrir 200 flugvélar með það að markmiði ryðja sér til rúms í langflugi. Í lok árs 2017 verða 145 flugvélar í flota Norwegian og í lok 2019 er ráðgert að fjöldinn verði orðinn 193. 

Vöxturinn er farinn að segja til sín á kostnaðarhliðinni. Í síðasta ársfjórðungsuppgjöri Norwegian kom í ljós kostnaðaraukning upp á 6%. Félagið skilaði 104 milljóna dala tapi og frá byrjun árs hefur það lækkað um 40% á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma hafa hlutabréf í EasyJet hækkað um 44% og hlutabréf í Ryanair um 19%. 

„Kostnaðurinn hefur hækkað og það er ekki tilvalið fyrir lággjaldaflugfélag,“ segir Jonathan Wober, greinandi hjá Centre for Aviation. 

Norwegian skilaði hagnaði á síðasta ári en framlegðin var þó aðeins 4,8%. Á þessu ári er spáð að framlegðin verði -4%. 

„Norwegian hefur farið of geyst og eitthvað verður að gera í málunum. Vandinn við viðskiptalíkan félagsins er að framlegðin er of þunn og því má það ekki við neinum áföllum,“ segir háttsettur starfsmaður á fjármálamarkaði í Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK