Bitcoin fór yfir 18 þúsund dollara

AFP

Rafræni gjaldmiðilinn bitcoin var í hæstu hæðum í gær þegar farið var að bjóða fyrstu afleiðurnar (e. futures) með rafmyntina. Fór verðið á hverri einingu í yfir 18 þúsund dollara að því er segir í frétt AFP. Bitcoin hefur hækkað gríðarlega í verði sem hefur bæði laðað að fjárfesta og valdið áhyggjum af því að um bólu sé að ræða.

Viðskiptin hófust klukkan 23:00 í gærkvöldi að íslenskum tíma í Chicago í Bandaríkjunum og var upphafsverðið á hverri einingu 15 þúsund dollarar. Aðsóknin var svo mikil að vefsíða kauphallarinnar lá niðri um tíma. Talsmenn hennar segja þó að það hafi ekki haft áhrif á viðskiptin með rafeyrinn þar sem þau hefðu farið fram á öðru kerfi.

Klukkan 3:20 í nótt kostaði hver eining af bitcoin 17.750 dollara og fór að lokum yfir 18 þúsund dollara sem fyrr segir. Rafeyririnn var keyptur á þeim forsendum að fjárfestar gætu veðjað á það hvort virði hans ætti eftir að hækka eða lækka innan ákveðins tímaramma. Viðskipti með bitcoin áttu sér stað um eitt þúsund sinnum fyrstu tvo tímana.

Viðskiptin voru þau fyrstu þar sem fjárfestar gátu keypt bitcoin á hefðbundnum viðskiptamörkuðum. Haft er eftir Nick Colas, sérfræðingi á þessu sviði, að viðskiptin í gær hafi veitt rafeyrinum ákveðið lögmæti en hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að lítið sem ekkert regluverk skuli gilda um hann og viðskipti með hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK