Endurfjármagna húsið til að kaupa bitcoin

AFP

Eftir ævintýralegar hækkanir á verði bitcoin að undanförnu hafa margir leitað leiða til þess að kaupa rafmyntina í stórum stíl í von um að fá sneið af kökunni. Sumir hafa jafnvel endurfjármagna húsið sitt. 

Þetta er haft eftir Joseph Borg, forstjóra fjármálaeftirlits Alabama í frétt CNBC

„Við höfum séð fólk endurfjármagna húsið til þess að kaupa bitcoin,“ segir Borg. „Fólk notar kreditkort og aðrar fjármögnunarleiðir.“

„Þetta er ekki eitthvað sem einstaklingur með rúmar hundrað þúsund dali í tekjur á ári, húsnæðislán og tvö krakka í menntaskóla ætti að vera að fjárfesta í.“

Bitcoin hækkaði úr 1.000 dölum í ársbyrjun í 19.000 í byrjun desember og stendur verðið nú í rúmum 17 þúsund dölum. Þá hófust nýlega framvirk viðskipti með rafmyntina. 

Þó að framvirkir samningar með bitcoin séu undir eftirliti yfirvalda er rafmyntin sjálf það ekki. Borg segir að það sé vegna þess að nýsköpun og tækni sé ávallt langt á undan yfirvöldum. 

„Eftir því sem tækninni fleygir fram þurfa yfirvöld að skilja hvað það er sem frumkvöðlar eru að finna upp á,“ segir Borg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK