Var ekki kunnugt um hluthafafundinn

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. mbl.is/Golli

Gildi lífeyrissjóði var ekki kunnugt um hluthafafund Klakka síðastliðinn mánudag þar sem tillaga um mögulegar bónusgreiðslur til stjórnar og stjórnenda var afgreidd, að því er kemur fram í tilkynningu frá Gildi.

Klakki, sem á 100% hlut í Lykli, seg­ir að eig­end­ur fé­lags­ins, sem er að mestu í eigu er­lendra aðila, hafi tekið ákvörðun um mögu­leg­ar kaupauka­greiðslur sem teng­ist sölu­ferl­inu á Lykli, sem er helsta eign fé­lags­ins. Greint var frá því í Frétta­blaðinu í dag að upp­hæðin geti numið 550 millj­ón­um kr. Klakki seg­ir að þetta sé ekki end­an­leg upp­hæð. Hún geti verið mun lægri eða jafn­vel eng­in.

Í tilkynningunni frá Gildi kemur fram þar sem sjóðunum hafi ekki verið kunnugt um hluthafafundinn hafi hann því ekki getað tekið afstöðu til tillögunnar. Hefur Gildi óskað eftir frekari upplýsingum um hvað felst í þeirri tillögu sem samþykkt var um kaupaukagreiðslur á hluthafafundinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK