Íslendingar versla innanlands í meiri mæli

mbl.is/​Hari

Merki eru þess að Íslendingar versli innanlands í meiri mæli og að opnun verslunar H&M á Íslandi hafi stuðlað að þeirri þróun. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

„Það er klárt mál að verslunin sé að flytjast heim að einhverju leyti og að tilkoma H&M eigi þátt í því,“ segir Sigurjón.  

Síðasta helgi gekk vel að sögn Sigurjóns en um 33 þúsund manns gerðu sér leið í Kringluna á laugardaginn. Dagana fram að jólum býst hann við yfir 30 þúsund gestum á hverjum degi og um 45 þúsund á Þorláksmessu. Þá segir hann kauphug í fólki. 

„Við byrjuðum aðeins seinna með löngu opnunina, hún hófst 10. desember í fyrra en 14. desember í ár. Það hefur þétt umferðina síðustu vikur. Rennslið hefur verið stanslaust og það er greinilegur kauphugur í fólki.“

Sigurjón segir að ánægja sé með breytingarnar sem orðið hafa í Kringlunni á árinu. Þar hafa  Toys'R'us og Nespresso meðal annarra opnað verslanir og verslun Hagkaupa var rækilega endurnýjuð. 

„Segja má að í ár hafi verslunin farið fyrr í gang og dreifst meira en á móti hefur kaupmáttur fólks aukist,“ segir Sigurjón, spurður um áhrif svarta föstudagsins í nóvember á jólaverslunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK