Séreignarsparnaðsleiðin vel undir væntingum

Þáverandi ráðherrar, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, héldu blaðamannafund …
Þáverandi ráðherrar, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, héldu blaðamannafund þar sem skuldaleiðréttingin var kynnt. mbl.is/Ómar

Einungis 63% þeirrar upphæðar sem talið var að fólk myndi í heildina ráðstafa inn á húsnæðislán með séreignarsparnaði hefur ratað þangað þrátt fyrir að næstum helmingur framlengda frestsins sé liðinn. 

Þetta kemur fram í frétt Kjarnans sem byggir á svari frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar segir að 45 þúsund einstaklingar hafi ákveðið að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán með þessum hætti frá miðju ári 2014 og að „mun færri hafi kosið að nýta sér þennan möguleika“ en lagt var upp með. 

Í heildina er upphæðin 44 milljarðar en vitnað er í kynningu á leiðréttingunni í Hörpu vorið 2014 þar sem fram kom að 70 milljarðar af 150 milljarða umfangi leiðréttingarinnar hafi átt að koma til vegna séreignarsparnaðsleiðarinnar. 

Úrræðið átti að gilda frá miðju ári 2015 og fram til 30. júní 2017 en var framlengt fram á mitt sumar 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK