Stökkbreyting í tækni stærsta breytingin

Samkvæmt könnuninni sem gerð var í ár leggja stjórnarmenn í …
Samkvæmt könnuninni sem gerð var í ár leggja stjórnarmenn í auknum mæli áherslu á nýsköpun og stafræna byltingu í starfinu. AFP

78% stjórnarmanna telja að stökkbreytingar á tækni breyta rekstrarumhverfi fyrirtækja og hlutverki stjórnar. Þetta eru niðurstöður könnunar  sem Inter Search Worldwide og Board Network – The Danish Professional Directors Association láta gera árlega meðal stjórnarmanna fyrirtækja í 55 löndum.

Samkvæmt könnunni sem gerð var í ár leggja stjórnarmenn í auknum mæli áherslu á nýsköpun og stafræna byltingu í starfi stjórna sinna, en fleiri en þúsund stjórnarmenn svara könnuninni að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þegar stjórnarmenn eru spurðir hvaða grundvallarbreytingar þeir telji hafa hvað mest áhrif á samfélagið og hagkerfið á komandi þremur árum svara um 78% þeirra að almennt mun stökkbreyting á tækni hafa mest áhrif. Þar á eftir nefna 44% stjórnarmanna áhyggjur af pólitískri óvissu.

Alþjóðavæðing og verndarstefna eiga hins vegar undir högg að sækja að mati þátttakenda.

Áherslan á sviptingar á sviði tækninnar kemur einnig skýrt fram er stjórnarmenn voru spurðir að því hvaða hæfni nýr stjórnarmaður ætti að hafa, ef þeir ættu að bæta við einum stjórnarmanni í stjórn sína. Svöruðu flestir, eða 24%, því til að nýr stjórnarmaður þyrfti að hafa þekkingu á upplýsingatækni og stafrænni tækni. 12% töldu þekkingu og hæfni varðandi nýsköpun æskilega, en þeir næstu hæfnisþættir sem stjórnarmenn nefndu snrust allir um þekkingu og hæfni í markaðsmálum og stefnumótun. Einungis 4% nefndu hins vegar þekkingu og hæfni í fjár- og hagmálum.

Segir í fréttatilkynningu að svörin endurspegli væntanlega að stjórnir séu þegar vel mannaðar er kemur að skilningi á fjár- og hagmálum og að þær telji sig standa verr að vígi er kemur að skilningi á tækni og nýsköpun og markaðs- og stefnumótun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK