Íhuga fleiri hótel á Íslandi

Lóa Bergljót segir það hafa gengið vel að finna starfsfólk. …
Lóa Bergljót segir það hafa gengið vel að finna starfsfólk. Margir hafi sótt um störf hjá fyrirtækinu. mbl.is/RAX

Nýtt hótel, First Hotel Kópavogur, var tekið í fulla notkun um mánaðamótin. Þar eru 67 tveggja manna herbergi, 16 stærri herbergi, 17 fjölskylduherbergi og tvær fjölskyldusvítur. Samtals eru herbergin 104. Smærri fjölskylduherbergin rúma 3-4 en þar eru svefnsófar fyrir 1-2 gesti. Fjölskyldusvíturnar rúma 5-6.

Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir reksturinn hafa hafist á öðrum degi jóla í fyrra. Þá hafi um helmingur herbergjanna verið tekinn í notkun. Á síðustu vikum hafi verið unnið að lokafrágangi að innan sem utan. Nú sé hótelið nær fullbúið.

First Hotel er keðja um 60 hótela á Norðurlöndum með höfuðstöðvar í Ósló. Þá eru um 30 hótel á Spáni rekin með sérleyfi undir merkjum First Hotel. First Hotel Kópavogur er fyrsta hótel keðjunnar á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK