Arftaki fundinn hjá Deutsche

Christian Sewing, nýr bankastjóri Deutsche Bank.
Christian Sewing, nýr bankastjóri Deutsche Bank. AFP

Christian Sewing hefur verið skipaður bankastjóri Deutsche Bank. Sewing, sem gegnir í dag stöðu aðstoðarbankastjóra, hóf störf hjá Deutsche árið 1989 og hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá 2015.

Hann er 47 ára gamall Þjóðverji með bakgrunn á sviði viðskiptabankarekstrar, endurskoðunar og áhættustjórnunar. Árin hjá bankanum hefur hann starfað í Frankfurt, London, Singapúr, Tókýó og Toronto. Sewing er tíu árum yngri en Bretinn John Cryan sem hefur stýrt Deutsche í tæplega þrjú ár en féll í ónáð hjá hluthöfum eftir þriggja ára taprekstur. Bréf félagsins hafa meira en helmingast í verði frá því í júlí 2015 er Cryan tók við starfinu.

Tilkynnt var um skipan Sewing í gær en þess má vænta að hann taki formlega við af Cryan á aðalfundi bankans í maí, að því er fram kemur í umfjöllun tímaritsins Der Spiegel sem greindi fyrst frá því að til stæði að ráða Sewing. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK