Færri farþegar um innanlandsflugvelli

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Farþegum um innanlandsflugvelli í febrúar fækkaði um nærri 10% miðað við sama tíma í fyrra sem er álíka mikill samdráttur og varð á Reykjavíkurflugvelli í sama mánuði.

Þetta kemur fram á ferðavefnum Túristi.is þar sem byggt er á nýjustu tölum frá Isavia og bresku flugumferðarstjórninni. Vefurinn segir að samkvæmt tölum frá Isavia hafi 52.654 farþegar farið um innanlandsflugvelli sem sé um 5% samdráttur frá fyrra ári.

Fækkunin hafi þó í raun verið nokkuð meiri en tölur Isavia segi til um, en samkvæmt upplýsingum frá bresku flugumferðarstjórninni hafi 1285 farþegar nýtt sé flug Super Break frá Bretlandi til Akureyrar í febrúar. Auk þess megi gera ráð fyrir að farþegar í Keflavíkurflugi Air Iceland Connect frá Akureyri hafi verið álíka margir en það sé aðeins í boði í tengslum við millilandaflug frá Akureyri.

„Skýringinu á þessum mikla mun er meðal annars að finna í öllum þeim fjölda ferða sem aflýsa þurfti í febrúar. Til að mynda þurfti Air Iceland Connect að fella niður 180 ferðir í febrúar eða ríflega tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra flugfélagsins,“ segir ennfremur.

Einnig sé áhugavert að hið vonda veður hafi ekki aðeins dregið úr fjölda flugfarþega þann dag sem veðrið gekk yfir enda panti fáir sér sæti í innanlandsflug þegar þannig viðri. „Það er vísbending um að umtalsverður hluti þeirra sem nýta sér innanlandsflug bóka ferðir sínar með mjög stuttum fyrirvara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK