Marta ráðin yfirlögfræðingur hjá ORF

Marta Guðrún Blöndal, yfirlögfræðingur ORF Líftækni.
Marta Guðrún Blöndal, yfirlögfræðingur ORF Líftækni. Ljósmynd/Aðsend

ORF Líftækni hefur ráðið Mörtu Guðrúnu Blöndal til starfa sem yfirlögfræðing fyrirtækisins. Auk leiðandi hlutverks í lögfræðilegum viðfangsefnum félagsins mun Marta sinna verkefnum á sviði viðskiptaþróunar. Hún hefur þegar hafið störf hjá félaginu.

Marta starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri og lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Í störfum sínum fyrir ráðið stýrði hún meðal annars útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og sat í samráðshópi útgáfuaðila stjórnarháttaleiðbeininga í Evrópu og á Norðurlöndum.

Samhliða störfum fyrir Viðskiptaráð hélt Marta utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem framkvæmdastjóri gerðardómsins. Áður starfaði Marta sem fulltrúi á Juris lögmannsstofu og starfsmaður endurupptökunefndar innanríkisráðuneytisins.

Hún lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK