Mikilvægt að aðferðir Hagstofunnar séu þekktar

Mestar eru verðsveiflurnar á Akranesi.
Mestar eru verðsveiflurnar á Akranesi. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilvægt er að aðferðin við útreikninga Hagstofunnar á húsnæðisverði í vísitölu neysluverðs sé þekkt þannig að niðurstaðan hafi ekki truflandi áhrif á markaði eins og gerðist í janúar og febrúar. 

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að frá því í nóvember hafi þróun fasteignaverð í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Sé litið á vegnar meðaltalsbreytingar á verðið miðað við stærð fjögurra bæjanna megi sjá að verðbreytingar á milli mánaða fylgi ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. 

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi.

Hagstofan notar ákveðnar aðferðir til að jafna út verðsveiflur og kemur því hagfræðideildinni ekki á óvart að munur sé á milli talna stofnananna tveggja.

„Það er hins vegar mikilvægt að aðferðafræðin við útreikninga húsnæðisverðs í vísitölu neysluverðs sé þekkt þannig að niðurstaðan komi ekki verulega á óvart og hafi truflandi áhrif á markaði eins og gerðist nú í janúar og mars.

Þá segir í Hagsjá að sú kólnun sem hafi orðið á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu á seinni hluta ársins 2017 hafi enn ekki náð til stærri bæja úti á landi. Sé litið á hækkun fasteignaverðs  á einu ári, frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018, hafi hún verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en í Reykjavík. Hækkunin hafi verið langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. 

„Sé litið á íbúatölu nemur fjöldi íbúa í þessum fjórum bæjum um 42% af íbúafjölda landsbyggðarinnar. Þróun fasteignaverðs í þeim ætti því að hafa veruleg áhrif á þróunina á landsbyggðinni allri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK