VÍS væntir mun meiri hagnaðar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vís sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun eftir lokun markaða í gær. Drög að árshlutauppgjöri sýna að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta er um 930 milljónir króna en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði upp á 276 milljónir króna.

Ávöxtun skráðra fjárfestingaeigna félagsins reyndist hagstæðari um sem nemur 350 milljónum króna umfram afkomuspá og afkoma af vátryggingarekstri var umfram væntingar sem nemur 300 milljónum króna.

Góður árangur af vátryggingarekstri á fyrsta ársfjórðungi gerir það jafnframt að verkum að ekki gerist þörf á að uppfæra spá félagsins um  samsett hlutfall fyrir árið þrátt fyrir tjón sem félagið ber vegna brunans sem varð í Miðhrauni 4 í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK