Benedikt á meðal stærstu hluthafa í Regin

Stjórn Regins ákvað á fundi sínum þann í dag að hækka hlutafé í Regin um 50.411.637 hluti. Hlutafjáraukningunni verður ráðstafað sem greiðslu vegna kaupa á 45% hlutafé í fasteignafélaginu FM-hús ehf., að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.555.300.000 krónur að nafnvirði og verður að henni lokinni 1.605.711.637 krónur að nafnvirði. Reginn á ekki eigin hluti. Miðað við gengi bréfa Regins í Kauphöllinni sem nú nemur 25 krónum á hlut má ætla að hlutafjáraukningin nemi tæplega 1,3 milljörðum króna. 

Hinir nýju hlutir verða afhentir eigendum fasteignafélagsins FM-hús ehf. sem eru þrír talsins. Af þessum aðilum fer einn hluthafi Benedikt Rúnar Steingrímsson inn á lista yfir 20 stærstu hluthafa í Regin með 1,57% eignarhlut.

Benedikt verður þar með 19. stærsti hluthafinn í Regin og eini einstaklingurinn í efstu 20 sætunum sem samanlagt eiga 71% í fasteignafélaginu. Stærstu hluthafar í félaginu eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Sigla ehf., Stapi lífeyrissjóður og Birta lífeyrissjóður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK