Segja ráðuneytið ekki bregðast við athugasemdum

Persónuvernd
Persónuvernd Niyazz,Thinkstock.com

Á sama tíma og Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands styðja í meginatriðum efni þeirrar löggjafar sem birtist í nýjum lögum um persónuvernd, og byggist á reglugerð Evrópusambandsins, gera samtökin alvarlega athugasemd við að reglurnar skuli innleiddar hér á landi með því sem forsvarsmenn samtakanna segja með mun meira íþyngjandi hætti en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu.

Í grein sem framkvæmdastjórar SA og VÍ skrifa í ViðskiptaMoggann í dag segja þau að dómsmálaráðherra hafi ekki svarað því opinberlgea hvaða sérstöku aðstæður kalli á að löggjafinn gangi lengra við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar en nágrannaríkin.

Þá gagnrýna framkvæmdastjórarnir einnig hversu seint drög að nýrri reglusetningu koma fram og benda á að í tvö ár hafi það legið fyrir að innleiða þyrfti regluverkið hér á landi líkt og í öðrum löndum sem tilheyra hinu evrópska efnahagssvæði.

Skora þau í greininni á ráðherra dómsmála og þingmenn að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins í þeirri vinnu sem framundan er og tengist innleiðingu reglnanna. Benda þau á að ef það verði ekki gert muni það koma niður á samkeppnishæfni landsins.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið greinina í heild sinni hér.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK