200 milljónir ógreiddar vegna The Viking

mbl.is/Eggert

Gjaldþrotaskiptum á einkahlutafélaginu Hórasi lauk um mánaðamótin. Alls námu lýstar kröfur 204 milljónum króna en engar eignir fundust í þrotabúi félagsins, að því er kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu. 

Hóras rak meðal annars þrjár minjagripaverslanir undir merkinu The Viking. Í janú­ar lokaði lög­regl­an verslununum þremur að beiðni embætt­is toll­stjóra vegna vangoldinna opinberra gjalda.  Þær voru svo opnaðar nokkru síðar, en þá hafði rekst­ur þeirra verið færður frá fé­lag­inu Hóras yfir á fé­lagið H-fast­eign­ir. Sami stjórn­ar­maður var í báðum fé­lög­um.

Penn­inn ehf. tók yfir allan rekst­ur og birgðir versl­ana The Vik­ing í apríl. Sam­komu­lag aðila fól í sér kaup Penn­ans á þeim rekstri sem stundaður hef­ur verið í  versl­un­um und­ir vörumerkinu auk vöru­birgða sem til­heyrðu þeim rekstri og samn­inga og viðskipta­sam­banda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK