Nokkrir hafa stöðu sakbornings

Hjónin Guðmundur Örn Þórðarson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.
Hjónin Guðmundur Örn Þórðarson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. mbl.is/Golli

Embætti héraðssaksóknara hefur til skoðunar kaup hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar á olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaup þeirra á færeyska félaginu P/F Magni með fleiri fjárfestum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fóru umfangsmiklar aðgerðir fram vegna málsins á fimmtudaginn í síðustu viku. Aðgerðirnar stóðu frá morgni og fram á kvöld. Grunaðir voru handteknir og aðrir teknir í skýrslutöku. Nokkrir hafa stöðu sakbornings í málinu.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að hafa ráðist í aðgerðir vegna málsins. Svanhildur og Guðmundur sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa í gær, að því er fram kemurí umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Svnhildur staðfestir einnig að rannsóknin sé ástæða þess að hún hafi á föstudaginn síðasta ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður tryggingafélagsins VÍS. Í tilkynningu sem send var vegna ákvörðunar Svanhildar Nönnu kom fram að ákvörðun hennar væri tekin af „persónulegum ástæðum“. Hún situr áfram í stjórninni.

Í skriflegri yfirlýsingu til Morgunblaðsins segir Svanhildur Nanna að héraðssaksóknari skoði nú málefni Skeljungs í kjölfar kæru frá Íslandsbanka. Bankinn var seljandi hlutarins í Skeljungi á sínum tíma. Eftir það var bankinn minnihlutaeigandi í fyrirtækinu og sló í brýnu milli hans og Svanhildar Nönnu og Guðmundar á þeim tíma. Svanhildur og Guðmundur segja kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti og að opinber rannsókn muni eyða öllum vafa þar um.

„Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir,“ segir í yfirlýsingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK