Loftleiðir semja um lúxusferðir við Hapaq Lloyd

Lúxus í flugvél Loftleiðir Icelandic. Boeing 757 vél félagsins verður …
Lúxus í flugvél Loftleiðir Icelandic. Boeing 757 vél félagsins verður sérstaklega útbúin fyrir aðeins 50 farþega, sem hafa vélina til afnota sem einskonar einkaþotu á meðan að á heimsferðinni stendur.

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við þýska flutningafyrirtækið Hapaq Lloyd Cruises um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Flugið hefst í byrjun næsta árs og er samningurinn til þriggja ára.

Nýlega sömdu Loftleiðir við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna  um svipaðar ferðir og er gert ráð fyrir að tvær Boeing 757 vélar sinni að jafnaði ferðum af þessu tagi á næstu árum.

Hapaq Lloyd er fyrst og fremst þekkt sem skipafélag, en það rekur 180 flutningaskip. Auk þess er það þekkt fyrir að reka 5 stór farþegaskip og annaðst sá hluti Hapaq Lloyd einnig lúxusflugferðir líkt og þær sem samið var við Loftleiðir um.  

Í heimsferðunum er mikil áhersla lögð á þægindi, veitingar og þjónustu. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Loftleiðir og starfsfólk Icelandair Group. Sérstakar innréttingar eru settar í vélarnar til þess að sinna ferðunum, og í þessu ferðum fyrir Hapaq Lloyd er komið fyrir sætum sem hægt er að leggja niður og breyta í þægileg rúm. Flugliðar okkar og matreiðslumeistarar hafa fengið hæstu einkunn hjá farþegum svona ferða í gegnum tíðina“, er haft eftir Árna Hermannssyni, framkvæmdastjóra Loftleiða Icelandic.

Boeing 757 vél félagsins verður sérstaklega útbúin fyrir aðeins 50 farþega, sem hafa vélina til afnota sem einskonar einkaþotu á meðan að á heimsferðinni stendur. Hver ferð tekur að meðaltali tvær til þrjár vikur og eru 5-7 viðkomustaðir vítt og breitt um heiminn heimsóttir. Flugvélin bíður á flugvelli á hvejrum stað á meðan að farþegar dvelja þar og skoða sig um.  

Að jafnaði verða 13 áhafnarmeðlimir í hverri ferð, 3 flugmenn, 7 flugfreyjur/þjónar, 2 matreiðslumeistarar og 1 flugvirki. Áætlað er að yfir 20 ferðir verði farnar á samningstímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK