Facebook í djúpri dýfu

Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 20% í verði í gær.
Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 20% í verði í gær. AFP

Hlutabréf í Facebook tóku skarpa dýfu í gær og lækkuðu um 20%. Skýringuna má rekja til þess að tekjur samfélagsmiðilsins og fjölgun notenda hefur ekki fylgst að við væntingar fjárfesta.

Facebook hefur verið gagnrýnd harðlega síðustu mánuði fyrir að gæta ekki að persónuvernd notenda sinna og fyrir að koma ekki böndum á útbreiðslu falsfrétta. Í upplýsingum sem gefnar voru út í gær kom fram að virkir notendur í júní voru 2,2 milljarðar sem er 11% aukning frá sama mánuði í fyrra. En það er engu að síðustu minnsti vöxtur í fjölda notenda síðustu tvö ár.

Þá hafa fjárfestar verið varaðir við því að kostnaður muni hækka og verða meiri en tekjuaukningin á næsta ári. Þar með muni hagnaður verða minni en spáð hafði verið. 

Hagnaður Facebook á síðasta ársfjórðungi var 5,1 milljarður Bandaríkjadala sem er 31% meira en á sama tímabili í fyrra. Tekjur voru 13,2 milljarðar sem er 42% meiri en á sama ársfjórðungi á síðasta ári.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK