Greiði líka laun fyrir litlu verkin

Starbucks gerir starfsmönnum sínum að framkvæma ýmis verk eftir að …
Starbucks gerir starfsmönnum sínum að framkvæma ýmis verk eftir að þeir eru búnir að stimpla sig út. AFP

Hæstiréttur Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendur verði að greiða starfsfólki sínu fyrir þann tíma sem þeir eyða áfram í vinnu eftir að hafa stimplað sig út. Niðurstaðan er talin líkleg til að leiða til málaferla gegn Starbucks-kaffihúsakeðjunni að því er Reuters fréttastofan greinir frá.

Dómstóllinn segir að þau alríkislög sem undanskilji vinnuveitendur frá því að greiða fyrir þær vinnustundir sem erfitt er að skrá, eigi ekki við samkvæmt lögum Kaliforníuríkis.

Niðurstaða réttarins kann að reynast mörgum fyrirtækjum dýr, ekki hvað síst veitingastöðum og verslunum, sem mörg hver greiða starfsfólki sínu tímakaup. Kalifornía er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, en þar búa um 40 milljónir manna eða um 10% allra sem eru á vinnumarkaði í Bandaríkjunum.

Bandaríska viðskiptaráðið hefur varað við úrskurðinum og sagði hann líklegan til að hvetja starfsfólk til að fara í mál vegna „algjörra smámuna“.

Talsmaður Starbucks sagði fyrirtækið vonsvikið með niðurstöðuna.

Shaun Setareh, lögmaður Douglas Troester, fyrrum Starbucks starfsmanns, segir niðurstöðuna munu þvinga mörg fyrirtæki til að breyta starfsháttum sínum.

Troester, sem höfðaði málið árið 2012, sagði Starbucks gera starfsmönnum sínum að framkvæma söluuppgjör, jafnvel flytja inn útihúsgögn, setja á öryggiskerfið og jafnvel í sumum tilfellum a ganga með samstarfsfólki í bíla sína eftir að vera búnir að stimpla sig út.

Sagði Troester þessi verkefni geta tekið um 10 mínútur á hverjum degi og að starfólk ætti að fá greitt fyrir þann tíma. Hann hefði unnið um 13 ólaunaðar stundir fyrir Starbucks í þá 17 mánuði sem hann starfaði þar og fyrirtækið skuldaði honum því 100 dollara.

Alríkisdómari í San Francisco vísaði málinu frá árið 2014, en Troester áfrýjaði til áfrýjunardómstóls sem kvað svo á um að Hæstiréttur Kaliforníu yrði að úrskurða í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK