Miklar hækkanir að baki

Byggingakranar við Reykjavíkurflugvöll.
Byggingakranar við Reykjavíkurflugvöll. mbl.is/Hari

Tímabil mikilla verðhækkana á nýjum og vel staðsettum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu er að baki. Fram undan er skeið þar sem fasteignir hækka í takt við verðlag.

Þetta er mat Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra fasteignaþróunarfélagsins Festis, sem stýrt hefur stórum íbúðaverkefnum.

Róbert Aron segir Festi munu taka mið af verðþróuninni við hönnun um 200 íbúða á Héðinsreit. Markaður fyrir dýrar íbúðir sé lítill. Ef margar slíkar komi á markaðinn geti svo farið að þær seljist ekki.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur undir að skeið mikilla hækkana sé að baki. Hins vegar kunni launahækkanir á næsta ári að ýta enn frekar undir fasteignaverðið. Laun og fasteignaverð fylgist enda að þegar til lengri tíma er litið. Vegna verðbólguáhrifa slíkra launahækkana sé þó ekki víst að raunverðið hækki mikið.

Þrátt fyrir að almennt muni hægja á hækkunum geti einstakir eignaflokkar átt inni hækkanir. Til dæmis geti lægri vextir ýtt undir verð stærri eigna. Nú sé orðinn lítill munur á verði íbúða og sérbýlis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK