Sænskar orkustöðvar settar upp um land allt

Varmaorka tók við fyrstu orkustöðvunum að viðstöddu fjölmenni.
Varmaorka tók við fyrstu orkustöðvunum að viðstöddu fjölmenni.

Sænska tæknifyrirtækið Climeon og íslenskt samstarfsfyrirtæki þess, Varmaorka, hyggjast setja upp fjölda orkustöðva um allt land, en fyrstu fjórar stöðluðu einingarnar frá Climeon eru nú komnar til Flúða og uppsetning hafin.

Alls hefur Varmaorka pantað 197 einingar frá Climeon fyrir átta milljarða króna. Tæknin gerir kleift að vinna hreina raforku úr jarðvarmaorku á lághitasvæðum um allt land.

Climeon opnaði á dögunum skrifstofu hér á landi. Thomas Öström, forstjóri fyrirtækisins, segir að hver eining framleiði 150 KW af orku og hægt sé að raða einingum saman eftir aðstæðum á hverjum stað. Öström hvetur alla landeigendur til að skoða málið vandlega, að því er fram kemur í umfjöllun um sænsku orkustöðvarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK