Þriðjungur af skarkola fullunninn erlendis

Skarkola landað í Keflavík.
Skarkola landað í Keflavík. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Á undanförnum mánuðum hefur orðið mikil aukning í útflutningi á óunnum íslenskum afla og þá sér í lagi skarkola.

Arnar Atlason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Tor í Hafnarfirði og formaður Samtaka fiskframleiðenda, hefur miklar áhyggjur af því hvað umfang útflutningsins er mikið og þróunin ör. „Ég hef aldrei áður séð svona skarpa aukningu í útflutningi á óunnum afla en það sem af er ári hafa um það bil 30-40% af úthlutuðu aflamarki í skarkola farið beint í gáma og fiskurinn verið fullunninn erlendis.“

Virðist vera að heili fiskurinn endi aðallega í stórum evrópskum verksmiðjum, s.s. í Póllandi, og segir Arnar ástæðuna einkum að þar er launakostnaður mun lægri en á Íslandi. „Það er líka sennilegt að evrópskir kaupendur á heilum íslenskum fiski njóti opinberra styrkja með beinum eða óbeinum hætti,“ segir hann í umfjöllun um fullvinnslu skarkolans erlendis í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK