Breytingar á stjórnendateymi Samkaupa

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Falur Harðarson.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Falur Harðarson.

Þau Falur Harðarson, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hafa verið ráðin í nýjar stjórnendastöður hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga. Gunnur Líf Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýs sviðs mannauðsmála hjá Samkaupum. Falur Harðarson starfsmannastjóri, tekur við stjórn rekstrar- og mönnunardeildar. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hefur nú þegar tekið við stöðu markaðsstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Gunnur Líf starfaði áður hjá Infomentor sem teymisstjóri fyrir íslenskan markað og sem persónuverndarfulltrúi.  Þar á undan starfaði hún hjá Hjallastefnunni sem skólastjórnandi, verkefnastjóri og grunnskólakennari.  Gunnur Líf lauk kennaranámi frá Háskóla Íslands árið 2011 og MBA námi frá sama skóla 2015.

Falur hefur starfað hjá Samkaupum síðan 2009 sem starfsmannastjóri.  Falur vann áður hjá Capacent og þar áður hjá Icelandair.  Falur er menntaður tölvunarfræðingur frá  Charleston Southern University og lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík 2009.

Ingibjörg Ásta hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og hefur áður gegnt stöðu markaðsstjóra hjá Sambandi íslenskra Sparisjóða, Pennanum og SagaMedica. Ingibjörg Ásta er viðskiptafræðingur með BSc gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MBA gráðu frá sama skóla árið 2010.

Samkaup reka um fimmtíu verslanir, en meðal þeirra eru Nettó,  Kjörbúð og Krambúð. Þá er Samkeppniseftirlitið með til skoðunar kaup Samkaupa á öllum verslunum Iceland, tveimur Háskólabúðum og fimm 10/11 verslunum af Basko. Starfsmenn félagsins verða um 1200 í 600 stöðugildum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK