SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Í lok dags í gær var evran í 129,3. Evran er núna á svipuðum stað og í september 2016, en þá fór hún undir 130 og hafði haldið sér þar þangað til í síðustu viku.

Alls hefur evran hækkað um 4,2% frá áramótum. Bandaríkjadalur hefur hækkað nokkuð meira, eða um 6,1%, en hann hefur styrkst á móti evrunni á árinu, að því er segir í Hagsjánni.

Veltan í ágúst var 12,1 milljarður kr. sem er svipað og í júlí. Það sem af er september, þ.e. til og með 18.september, er veltan kominn upp í 21 milljarð.

Raungengi styrktist um 1,7% milli ára í ágúst, nafngengið um 1,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK