Lækkun á mörkuðum

AFP

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað í morgun líkt og flestir markaðir í Asíu í kjölfar vaxtahækkunar vestanhafs í gær.

Í London hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,2%, CAC í París um 0,2% og DAX í Frankfurt um 0,5%.

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína um 0,25% í gær og eru þeir nú 2%-2,25%. Um er að ræða þriðju vaxtahækkun bankans það sem af er ári og flestir þeirra sem sitja í peningamálastefnunefnd bankans eiga von á frekari hækkunum vaxta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK