Sala H&M á Íslandi 746 milljónir í júní-ágúst

Verslanir H&M eru í Kringlunni og Smáralind.
Verslanir H&M eru í Kringlunni og Smáralind. Ófeigur Lýðsson

Sænski tískurisinn H&M birti í dag níu mánaða uppgjör samstæðunnar fyrir tímabilið 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018. Verslanir H&M hér á Íslandi seldu varning fyrir 60 milljónir sænskar krónur á þriðja ársfjórðungi, frá 1. júní til 31. ágúst, sem eru um 746,4 milljónir íslenskar krónur.

H&M opnaði á Íslandi í ágúst á síðasta ári og því samanburður við sama tímabil í fyrra ekki markverður, en fyrirtækið seldi þá varning fyrir 13 milljónir sænskar krónur.

Salan á níu mánaða tímabili, eða sem fyrr segir frá 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018, í búðum H&M hér á landi var 176 milljónir sænskar krónur, sem eru tæplega 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Á heimsvísu var sala sænska fatarisans 179 milljarðar sænskra króna frá 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018 eða um 2227 milljarðar íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK