Hærri greiðslubyrði kallar á hærri laun

mbl.is/Hjörtur

Tugum þúsunda munar á greiðslubyrði 35 milljóna króna óverðtryggðs húsnæðisláns á Íslandi annars vegar og á hinum Norðurlöndunum hins vegar samkvæmt nýju Efnahagsyfirliti VR eða 72 þúsund krónum á mánuði. Miðað er við óverðtryggt lán til 30 ára.

Fram kemur að þetta þýði að laun þurfi að vera umtalsvert hærri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum til þess að standa undir greiðslubyrðinni. Vextir óverðtryggðra lána á Íslandi séu um 5,75% borið saman við 2,2% að meðaltali í samanburðarlöndunum.

„Munurinn sést best þegar skoðað er hver launin þurfa að vera til að borga af slíku húsnæðisláni; á Íslandi þurfa launin að vera 620 þúsund krónur til að greiða af láni með 5,75% vöxtum og eiga samt u.þ.b. 219 þúsund krónur eftir í buddunni. Ef vextir væru 2,2% dygðu laun upp á 500 þúsund krónur á mánuði til að eftir standi sama upphæð,“ segir í fréttatilkynningu frá VR.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK