Bankarnir betur búnir undir annað hrun

Bornir voru saman þrír íslenskir bankar og þrír danskir bankar …
Bornir voru saman þrír íslenskir bankar og þrír danskir bankar af sömu stærð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt nýrri rannsókn sem Páll Melsted Ríkharðsson, prófessor og deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík vann með Carsten Rohde og Leif Christensen hjá Copenhagen Business School, þá eru íslensku bankarnir nú mun betur búnir undir annað bankahrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008.

„Rannsókn okkar tók meira en eitt ár og fór fram með samtölum við tugi bankamanna og bankastjórnenda í þremur íslenskum og þremur dönskum bönkum,“ segir Páll í samtali við Morgunblaðið.

Unnu bæði fyrir og eftir hrun

Viðmælendur í rannsókninni áttu það sameiginlegt að sögn Páls, að hafa unnið í bankakerfinu bæði fyrir og eftir hrun.

Hann segir að höfundar hafi reynt að átta sig á því hvað hefði breyst í stjórnarháttum bankanna frá hruni. Páll segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að bankarnir, einkum þeir íslensku, hafi breyst mikið, og þeir séu í dag miklu sterkari stofnanir en þeir voru fyrir hrun.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK